Ég las grein hérna inni á Sorp um daginn um ekkert (og það fyndna er að greinin hét einmitt “Um ekkert”) og mér fannst hún það merkileg að ég ákvað að skrifa mína eigin grein um svipaðar pælingar. Ég var samt meira að spá hvers virði manneskjurnar eru í sambandi við alheiminn. (Flest)allir líta á sjálfan sig sem miðju alheimsins því við erum jú miðja okkar heims. Mennirnir allir hugsa líka um sig sem sérstaka, gáfuðustu verurnar á jörðinni og allt það.
Hvað er alheimurinn stór? Hvert er rúmmál als sem til er, þegar gengið er út frá því að tómarúm hafi líka rúmmál? Svarið, sem flestir eru sammála um að sé rétt, er að alheimurinn er óendanlega stór, þ.e. ∞.
Þetta sýnir okkur að það skiptir ekki neinu máli hvað við erum stór og mikilvæg því að ef heildarmyndin er skoðuð sést að við erum ekki neitt í samanburði við alheiminn, en stærðfræðin segir að x/&#8734; = 0 svo lengi sem x &#8800; &#8734; af því að &#8734;/&#8734; = 1 sem staðfestir e.t.v. að það sér bara til einn heimur (nei segi sona). x er sem sagt stærð á bilinu; -&#8734; < x < &#8734;, þ.e. eina sem skiptir máli í sambandi við alheiminn er alheimurinn sjálfur en mikilvægi hans er: &#8734;/&#8734;*100% = 100%

Bara svona smá útúrdúr:
Sönnunin hér á undan byggir aðeins á rúmmáli en ef við hugsum þetta út frá massa verður dæmið flóknara þar sem ekki er til endalaust efni í heiminum. Menn eru hins vegar smá, pínupontulítið brotabrot af þeim massa og það sýnir okkur líka að þeir sem eru þyngri eru stærri hluti af heiminum en aðrir.