Já, Egóið er komið til baka, semsé á netið.
Það vildi bara svo leiðinlega til að fyrir… alltof löngum tíma þá voru eldingar og e-ð svona drasl og netið fór út hjá minni familíu og svona vesen.

En ég er kominn aftur með netið, svo ég get notið þess í nokkra klst. í dag í minni tölvu en ekkert á morgun, nema ég vakni snemma.
Afhverju?
Vegna þess að ég hætti fyrr í skólanum á morgun, slepp bæði við heimilisfræði og þýsku.
Og þegar ég kem heim þá fer fjölskyldan mín í bíl sem mun síðan vera keyrður til Danmerkur, nánar tiltekið til Kastrup(flugvöllurinn við Köben)
Og síðan fer ég í svona stálfugl sem flýgur með mig og systur mína til Íslands.

En svona án gríns man e-r eftir mér, bara fólk sem man eftir mér má svara! =D

Bless! eða ,,Halló!" fer eftir því hvernig þið hugsið, þar sem að ég er náttúrulega að segja halló útaf því að ég er að koma aftur en ég er að fara til Íslands svo það er samt bless en samt líka halló í einu.
Eða eins og ég kýs að kalla það, eintóm steypa!