Ég er að læra hárgreiðslu og hef mikið verið að klippa vini og vandamenn, og það klikkar ekki að ef svo vill til að ég er beðin að klippa karlmann þá er það konan hanns sem hringir og spyr,
svo þegar ég er að fara að klippa þá fæ ég nákvæm fyrirmæli frá kærustinni um hvað þurfi að gera/á að gera, en ekkert frá karlpeningnum, og þeim virðist vera alveg sama og þetta er alltaf að þeirra mati, voða fínt (einu sinni fengið geggjað :)
Og ég geri þetta sjálf við kallinn minn… ég bara klippi hann eins og ég vil og ef ég spyr hvað hann vill þá fæ ég bara “þú ræður”.
Eini strákurinn sem ég hef klippt sem hefur einhverjar óskir er litli bróðir minn sem er á gelgjunni og hefur aldrei átt kærustu…
Og eini gaurinn sem spurði mig sjálfur fékk ekki leyfi til að fara í klippingu strax.
Ég bara spyr.. er ykkur strákunum alveg sama eða erum við stelpurna bara svona stjórnsamar á þessa hluti, og stelpur er þetta einhvað sem þið kannist við að vilja stjórna …
er þetta kanski bara svona í undirmeðvitundinni í samskiptum kynjana