Jæja, ég ætla að segja ykkur frá því sem gerðist við mig á fimmtudaginn síðasta í íþróttaleikjum :S :

ég var gg happy, ætlaði á diskótek í skólanum um kvöldið og vera með í fitnessinu á eftir og alles, en nei nei, ég byrjaði í pokahlaupinu og þegar ég var bara komin yfir og var að hoppa seinasta hoppið áður en ég fór úr pokanum, getið hvað gerðist!….. ég steig svona helv* vitlaust niður og tærnar bara flatar undir fótinn og svo beyglaðist ristin á eftir.
ég bara ááá.
þetta var gg vont O_O og svo var ég bara flutt upp á vakt í íþróttahúsinu (mamma mín var að vinna, thank god) og bara allir bara “hvernig fóstu að þessu eiginlega?” O_O ég bara “ööö ég er eiginlega ekki viss” og svo héldu allir að þetta myndi bara lagast en nei nei,
ég var stokkbólgin morguninn eftir og gat ekki stigið í fótinn. O_O
mamma bara keyrði mig strax á sjúkrahúsið og læknirinn skoðaði og tók myndir af fætinum ^^
og það kom í ljós að ég var bara alvarlega tognuð á ristinni og núna þá þarf ég að vera með hækjur til að komast milli staða :@ og skólinn minn, hann er BARA stigar, svo að ég varð að klöngrast upp stiga, í tíma, niður stiga, í tíma og svo framvegist :S:S, reyndar fann ég eftir fyrsta daginn upp að lyftan þarna í skólanum væri í lagi þótt það ýskraði í henni + að hún var frá árinu sautjanhundruð og súrkál :S:S
og ég held að ég verði með hækjur til jóla :O ég er ekki sátt :(

Núna sit ég bara og gerist loner og er með mínar hækjur og sit hér við tölvuna allan daginn :S hehe

mig langaði bara að deila með ykkur þeirri hættu sem þið takið á því að vera í pokahlaupi, þetta er stórhættulega íþrótt!! :D