Það sem pirrar mig mest í heimi:
Þegar fólk heldur að ég sé reið manneskja,
fólk sem segist aldrei sjá mig brosa,
fólk sem segir að ég sé alltaf fúl.

Ég er yfirleitt mjög ánægð með lífið, en ég hugsa bara mikið og er þá yfirleitt með alvörusvip.

Í einni útilegu breittist ég úr: “leiðinlega systir hans Gumma…” í “skemmtilega systir hans Gumma”.
Reyndar bara vegna þess að ég hékk með tólf ára krökkunum (í svona klukkutíma) og sagði þeim draugasögur og brandara.
Í byrjun útilegunnar sagði Baldur (mjööög spes manneskja…) : Ég hef aldrei séð þig brosa.
Svo seinasta daginn: Þú ert alltaf brosandi.

Mér finnst afskaplega leiðinlegt að fólk dæmir bara.

Ókay, ég viðurkenni það, ég hef ekkert að gera :/