Þar sem mér leiðist hrottalega ætla ég að reyna að starta umræðu hérna. Og ótrúlegt en satt þá ætla ég að reyna að stara umræðu um það þegar fólk coverar lög illa.
Ég hef þannig séð ekkert á móti því að fólk coveri lög, en hins vegar hef ég eitthvað á móti því þegar rapparar nota takta úr góðum lögum einfaldlega af því að þeir hafa ekki hæfileikana í að búa til góða takta sjálfir…
Dæmi um það er t.d. ógeðslega svívirðingin á kashmir þar sem puff daddy rappar inná það.. og þegar einhver asnalegur gaur sem ég held að heiti little john tekur taktinn úr crazy train og rappar inná það…
Svo er líka allt fullt af einhverjum techno remixum af öllu..
Ef þessir gaurar geta ekki gert takt til að rappa við sjálfir þá er lágmark að láta einhvern gera það fyrir sig í staðin fyrir að skemma góð lög…

en já, hvað finnst ykkur. Á að skjóta svona fólk, eða eruð þið að fíla þetta.. eða er ykkur kanski alveg sama?
Þetta var awesome