ég er ekki alveg viss hvort þetta á heima hérna…en ég má til með að spurja..og ég vil ekki nein skítköst ;)

Ef að manneskja fer á netið á vinnustað sínum, í tölvu sem er í eigu vinnunnar, og hún skoðar fullt af síðum, segjum kannski bloggsíður. En jæja, svo fer hún af netinu, úr tölvunni, og heldur áfram að vinna. Næst á eftir henni kemur kannski annar starfsmaður, fer í history takkann sem er á tölvunni, og skoðar allt sem manneskjan á undan var að skoða…..kallast það rof á friðhelgi einkalífsins ?

Ég vil taka fram að þetta mál er mikið flóknara heldur en bara það að þetta er tölva vinnustaðarins og þess háttar, en ég má til með að spurja, og ég vil endilega fá sem flest svör :)