Blessuð/aður!

Hafiði pælt í þessari heilsu, “blessaður”. Það hef ég allavega! Af hverju blessaður? Er það kannski tengt orðinu að blessa einhvern, og vilja að einhver sé blessaður af drottni. Og ef það er komið af því orði, hvað með trúleysingja? Ég er kannski enginn trúleysingi, en ég er nú allavega ekkert strangtrúuð, ég nota þó þetta orð heldur oft, og allt í einu skaust það upp í kollinn á mér um daginn hví fólk segði þetta.
'Bless' gæti jafnvel verið stytting á þessari heilsu, sem er þá ekki lengur af orðinu að blessa. Já þið hugsið eflaust, “Hvað er að þessari manneskju, hvað er hún eiginlega að rugla?” Ég er eflaust að bulla eitthvað hérna út í bláinn, en ég varð allavega að koma þessum pælingum frá mér um heilsuna ‘blessaður’. :)

Pælið í þessu.. og endilega komið með eitthvað orð sem ykkur finnst gjörsamlega fáranlegt. T.d. finnst mér orðið ‘kusk’ alveg með eindæmum asnalegt orð. Gó pæl náw!

Hilsen, AllaWhite!