Vá, ef þetta eru ekki sorglegustu korkar sem koma hingað inná þá bara veit ég ekki hvað er í gangi. Guð minn góður, horfið bara yfir korkana í ‘Ruslafötunni’ og Almennt. Núna þegar maður lítur yfir fimm nýlegustu korkana í báðum hópunum, þá eru þrír (allavega sem ég hef tekið eftir) ‘mér leiðist’ korkar.

Varð bara að tjá mig um þetta.

Ef ykkur leiðist svona seint að kveldi, þá er ég með eitt ráð fyrir ykkur, sem mun vonandi hægja á þessum mér leiðist korkum. En hér er það; FARIÐ AÐ SOFA! :)

Takk fyrir.