Mér finnst ofboðslega gaman að gera við hluti þegar ég tek mig til og nenni því, en einn slíkur dagur var í gær, við systurnar erum að spá í að gera þetta að æfistarfi og gera við hluti undir nafninu dætur bifvélavirkjanns, en reyndar ætti það að vera dóttir og stjúpdóttir, en við erum ekki svo smámunasamar..

En þetta byrjaði þannig í gær að mig langaði að taka eitthvað upp og micrafónninn minn virkaði ekki ;( Þrjóskan greip mig og ég áhvað að reyna að gera við hann, viðgerðarhæfileikar eru jú í ættinni svo eitthvað hliti ég að geta gert..

En þar sem það var ekki hægt að opna hann neinstaðar tók ég hníf og byrjaði að reyna að skera hann í sundur.. En hnífurinn var fremur bitlaus og nokkuð sterkt efni í fóninum.. Þegar ég var farin að efast um að þetta gengi kom blessuð litla systir mín með kveikjarann.. Hituðum við þá hnífinn og fórum að reyna að bræða þetta í sundur, svo notuðum við líka ónýtann gaffall í verkið, en þetta gekk samt fremur hægt.. Ég tók svo við kveikjaranum og bræddi gat á hann beint og við fórum að reyna að ná þessu helvíti í sundur, spenna þetta upp með stálbrýni, vogarafl, og þegar það var smá stykki sem hélt þessu saman og vildi ekki gefa sig tók ég stálið og lamdi eitt högg og þetta hrökk í sundur og uppskar vissulega hláturskast frá okkur, þangað til við sáum vírana sem voru allir í klessu eftir okkur ;O

Þarna vorum við vondaufar um að ná honum aftur í gang, enda var hann í molum um allt eldhúsið, en fiktið í okkur og forvitnin varð til þess að við urðum að prufa, eftir að hafa skeitt þetta saman, 50/50 líkur á að ómerktu vírarnir hefðu svissast þar sem við giskuðum bara á þá.. Þá teipuðum við þetta allt saman, í einhverju flippi skeltum við ölllum molunum í þetta og teipuðum vel!

Svo kom hið ótrúlega í ljós, hann virkaði! Meira segja betur en mest allan tímann sem ég hafði átt hann, það kom eitthvað suð í hann þegar hann var nánast nýr, en það var farið ;Þ

Systir mín vill meina að hann hafi verið boníto áður, en sé ekkert sérstaklega fallegur núna, en mér finnst hann fínn svona, hann er orðinn svartur ;Þ

En annars átti ég lengi geislaspilara sem var teipaður saman eftir svipaða viðgerð og hann virkaði fínt, en verkfærin sem við notuðum þá voru hamar, kúbein og hnífur minnir mig, en áður hafði bróðir minn rifið það í sundur og asnaðist til að forskrúfa allar skrúfurnar og líma þær því með tonnataki, svo þegar tækið bilaði var nokkuð erfitt að taka það í sundur þannig að það liti vel út eftir á en það var teipað saman þar sem það er auðveldara að losa teip en tonnatak ef það bilaði aftur!

En þetta er reynsla okkar á viðgerðum, hvað segiði hafiði ekki einhverja vinnur fyrir okkur? Eða viljiði vinnu hjá okkur?

Regz, fremur kærulaus en sérfræðingur í niðurrifi, sérsvið girðingarfanntismi.. og Michele, pínu fljótfær en sérfræðingur með kveikjara, (það borgar sig samt fyrir alla samverkamenn hennar að vera fljótir að kippa að sér puttunum ef hún hittir ekki)..

Mér leiddist svo ég áhvað að segja ykkur frá þessari skemmtilegu reynslu okkar á “viðgerðum”.. Hvað gerðuð þið í gær? var gert við eitthvað?

Bætt við 21. september 2006 - 09:29
Vissulega átti titillinn að vera bifvélavirkjanns ekki bifvélavikjanns…
-