Fyrir nokkru (svolítið löngu) síðan var ég að skoða plötusafn foreldra minna og fann þar margar áhugaverðar plötur! Fann ég þá ekki plötuna “Píla Pína” í einhverju allt öðru plötuumslagi en hún á að vera í! Platan var búin að vera týnd í mörg ár :D

Við hlustuðum auðvitað á plötuna í fyrsta sinn í mörg ár, og það lá við að ég færi að gráta. Loxins, loxins var hún fundin! Ég gjörsamlega elzka þessa plötu, og þá sérstaklega eitt lag sem er á henni, “Saknaðarljóð Gínu mömmu”! Ég lærði svo að spila þetta lag á gítar og syngja það. Textinn í þessu lagi er svona:

Hljótt er nú í húsum inni
harmur býr í allra sinni
hvar er litla Píla Pína
sárt er að missa sína…

Burt hún hvarf og brekkan grætur
birtist mér í draumi nætur
veslings litla Píla Pína
sárt er að missa sína…

(Viðlag)
Músaguð við hættum hlífi
henni, sé hún enn á lífi
græt ég litla Píla Pína
sárt er að missa sína…

(Sóló)
Rætist óskir hennar heitar
hún það finni sem hún leitar
komdu aftur Píla Pína
sárt er að missa sína…

(Viðlag)
Komdu aftur Píla Pína
sárt er að missa sína…


Virkilega fallegt og hjartnæmt lag.
Er einhver hérna sem hefur heyrt þetta lag, eða bara alla plötuna? Þetta er svona söngleikur sem fjallar um mús sem strýkur að heiman!

Einhver…..?