Já, ég var í vinnunni í dag, og leiddist. Þegar mér leiðist fer ég oft að hugsa. Þegar ég hugsa dettur mér eitthvað sniðugt í hug. Svo vildi til að í dag gjóaði ég hugsunum mínum eitt andartak að sorpinu, og þá laust niður eldingu! Eða, hugmynd réttara sagt.
Fólk hefur verið að kvarta yfir rugli á sorpinu, ég hef ákveðið að búa til tímavél, sem ferðast heilt ár aftur í tímann, semsagt í dag ferðumst við til 16. september 2005! Þetta tímabil, síðsumarið og haustið, er sagt vera gullöld sorpsins, finnum út af hverju það er kallað það.

Hefur sorpið breyst? Eða hefur fólkið breyst? Komið með mér í skemmtilega för…

16. september 2005!
Þennan dag komu hvorki meira né minna en 14 þræðir á almennt! Uppfinningamaðurinn Vansilius von Sorper skyggnist inní þá og skrifar slóðina að þeim hingað.
Þess má geta að hæstvirtur Vansilius er að lesa þessa þræði í fyrsta skipti, þar sem hann var erlendis er þessir þræðir voru ritaðir.

damm DAMM DAMM

[frekjukast] Hrmpf… Ég vil álit! eftir Mizzeeh
Rúdólf eftir vettlinginn
Blá ópalið aftur! eftir Sherlock
Löggan eftir Addydogg
Pæling eftir Orrmundur
Ill áform eftir meaniac
reunion eftir Pikknikk
Rögl.. eftir Gelgjuna
Fyndnasta setning sem þú hefur heyrt? eftir Tricker
Fjarvera eftir TinnuKristinu
Hugmynd… eftir Grjonagraut
Fréttahugmynd eftir Nesi13
TSNG? eftir nugnar
Draugagangur í féló! eftir Addydogg

FAST miklu fleiri FASTir þræðir komu á þennan FASTa stað fyrir heilu FÖSTu ári, en spurningin er, hvernig finnst ykkur þeir? Og er það sem ykkur finnst núna um þá eitthvað öðruvísi en þegar þið lásuð eða kommentuðuð þetta þegar þetta kom inn á sorpið fyrir ári? Endilega svarið :}

Mín skoðun, mér fannst gaman að lesa þetta núna, þó þetta sé gamalt. Var notabene að lesa þetta í fyrsta sinn núna, og mér líkar þetta. Gaman að fá nostalgíu =P

Endum þennan FASTa þráð minn á linki á The Sorp NewsGroup fréttirnar frá þessum degi, þar sem Dabbi1337 fór á kostum. Áhugavert :}


Jæja, tímavélin búin, komum að öðru… NEma jú, ef einhver hefur tekið eftir því, þá er vansabroskall í titlinum. Glöggir munarar átta sig kannski á því að á þessum tíma, þegar ég var nýbúinn að uppgötva :} kallinn, hafði ég hann í öllum titlum á korkunum sem ég gerði, til að auðkenna þá. Svo hætti ég því, því fer verr og miður =/ En ég rifja þetta upp núna, það er fínt :}

En að öðru, lokasamkoman / lokasamkundan
Komast ekki allir 7. október, sem er föstudagur? Ætti ég að negla það niður sem the final date for the Samkunda? Og hvort viljið þið hafa það 18:00 eða 19:00?

OG líka, greinakeppnin! http://www.hugi.is/sorp/announcements.php?page=view&contentId=3934312
Ég trúi ekki að það vilji ekki fleiri koma með eitthvað, um busun, skólasögur, minningar, bara eitthvað! Kommon, ég veit það býr eitthvað innra með ykkur, þið getið alveg skrifað eitt stykki grein, er þaggi? :}

Endalok þessa tímavélarþráðar eru að renna í garð, ég þakka fyrir lesturinn, endilega svarið spurningunum sem ég setti fram, og skemmtið ykkur :}

Kveðja,
Vansi tímaflakkari, a.k.a. Atli sem vill vera núna þar sem hann var 16. september í fyrra =/

:}

Bætt við 16. september 2006 - 23:37
Komast ekki allir 7. október, sem er föstudagur?

Á auðvitað að vera:

Komast ekki allir 7. október, sem er laugardagur?