Eitt sinn var ég á leiðinni í félagsmiðstöðina mína(Ekkó) í gamla góða Þinghólsskóla(jeje…hann heitir Kársnesskóli, þetta er bara flottara) og ég var á hjóli.

Til að gera þetta skemmtilegra þá vil ég láta ykkur vita að vinur minn, sem heitir Rivian á huga, er þekktur fyrir alls kyns lúaleg brögð til að meiða vini sína, þar á meðal mig.

Alla vegana, á sama tíma og ég var að hjóla niður grasbrekku, sem var blaut, hringir síminn.
Ég á fleygiferð niður bremsa þá til að svara símanum en þá fer hjólið alveg á hlið og ég renn niður brekkuna næstum því á hljóðhraða með andlitið alls ekki svo langt frá jörðinni.
Svo stoppar hjólið af því að annar pedallinn fer svona 20 cm ofan í jörðina.

Ímyndið ykkur mig rennblautan og drullugan með helvítis hjólið ofan á mér að svara í símann.

Var þetta þá ekki bara Rivian. Búinn að fella mig, Í GEGNUM SÍMA!
Þá hugsaði ég með mér að hann væri örugglega besti bardagamaður í heimi. Tókst að fella mig í gegnum síma.

En alla vegana, þetta var samt fyndið á sinn hátt :P


Good bye ^^

Og takk mcr fyrir hugmyndina að korki! :D
You slime