Vitiði hvað ég man eftir að svona könnun hafi komið áður á Sorpið, en þá gerði ég kork útaf því að það vantaði Egóista.

En ég er ánægður með Vikinggirl að vera með Egóistann þarna.

Það er henni að þakka að ég gat kosið stoltur.

En hvað er fólkið annars að fara að gera?

Ég er sjálfur að fara á fyrstu handboltaæfinguna mína í langann tíma á eftir.
Og það með sænsku liði, sem heitir Ronneby H.K., en yngri flokkarnir heita reyndar Alligators.
Og vitiði hvað?
Ég þarf að spila upp fyrir mig, þarsem Svíarnir eru með þetta að 92 og 92 spila saman, en það er of lítið af 92 árgerðum hérna sem eru í handboltanum, svo ég spila með 91 árgerð.