Mikill hvellur og húsið nötraði
Slökkviliðsmönnum í Frederiksberg í Danmörku tókst í gærkvöldi að slökkva eld sem blossaði upp í sólbaðsstofu eftir öfluga sprengingu. Rýma þurfti íbúðir í grenndinni, en lögreglan sagði að enginn hefði farist eða slasast.

“Húsið nötraði og við heyrðum mikinn hvell og dynk,” sagði Breki Karlsson, sem býr í um 700 metra fjarlægð á Nimbusparken með fjölskyldu sinni, en þrjár íslenskar fjölskyldur búa í húsinu.

“Þegar við skoðuðum aðstæður þá lágu sólbekkir úti á götu, rúður voru brotnar í búðum við hliðina á sólbaðsstofunni og það var verið að rýma bygginguna. Húsið er svart upp allar sex hæðir þess frá sólbaðsstofunni. Ég las það á vef Politiken að menn hefðu lýst ástandinu rétt eftir sprenginguna eins og ragnarökum.”

Sjónarvottar sáu til þriggja manna hlaupa af vettvangi skömmu eftir sprenginguna, samkvæmt frétt Politiken, og segist Breki hafa séð lögreglumenn leita í hverfinu.

eg by tarna rett hja og tekki tennan breka ; by vid hlidina a honum og okkur bra ekkert sma og heyrdum sirenuvael fram a nott. en sorry er med danskt lyklabord :D


frettin er tekin af mbl.is