Flargargararg!!

Mér leiðist :)
Og þegar mér leiðist þá ákveður hausinn á mér að spinna upp eitthvað bull sem festist þar nema það sé skrifað á netið svo annað fólk geti kommentað á bullið.

Allavega í dag var ég að vinna eins og mófó og á meðan elskulegi kærastinn minn sem ég nýt þess að binda við rúm og flengja, var að læra skemmtilegt stuff í skólanum lærði ég að það er ekki gáfulegt að kreista úldnar appelsínur.. nei nei.. ekki gott..

Mér leiddist í dag, það kom appelsínugul kona í bónus.. enginn sá hana nema ég og ég sá samt ekkert annað.. var að reyna að lesa tölurnar á skjánum en allt kom fyrir ekki ég bara sá ekki hvað stóð.. enda kom síðar í ljós að konan var ímynduð og einnig lambið sem hún hafði pakkað inn í álpappír og ætlað að kaupa..
“Við seljum ekki álpappíruð lömb í bónus! hunskastu burt feita appelsínugula kona.. ”

Ekki skrítið að yfirmaðurinn minn sendi mig fyrr heim í dag.

Síðan var vindur í dag.. ég meina.. ég vildi ekki fá vind.. hver í anskotanum bað eiginlega um vind?! sá hinn sami verður laminn óbærilega niðri á hlemmi kl. 3 á morgun. Ef þú hefur eitthvað á móti því þá verð ég í brúnum jakka með lokk framan á enninu á þriðja bekk til vinstri frá austurútganginum. Sennilega að reyna að ná andanum fyrir vindi.
Spurjið mig um Sokkabuxur og ég skal með glöðu geði segja ykkur frá þýska hestaflengjaranum sem ég hitti í Götaborg.

En já þessi vindur varð til þess að ég gerði mig að major fífli í dag.. var að fara út að setja upp fánana.. og gamall karl svona.. á leiðinni að fara að nöldra um að það væri ekki búið að opna.. ég svona.. lít á hann.. kvessi augun.. brosi.. öskra síðan og tek heljastökk og hvisla til hans að ég ætli að opna búðina þegar ég væri búin að setja fánana upp..

fer síðan.. að fánastönginni.. set upp fyrri fánann með glæsibrag en þó erfiði…

Kem að seinni stönginni.. missi annan endann á bandinu og það fýkur eitthvað út í rassgat, og ef maður missir annað bandið þá festist það uppi ef það fer of langt..og ég hoppa þarna um eins og fáviti.. og svo kemur Leifur.. já þú leifur.. varst ekkert að hjálpa mér!! stóðst bara þarna og hlóst að mér í hljóði á meðan ég var í skammarlegum sársauka í sálinni..
En síðan losins tekst mér að ná bandinu og flagga (án þinnar hjálpar leifur… hafðu það!!).. og þá hafði myndast hópur af gömlu fólki fyrir utan búðina.. búið að míga á sig úr hlátri við að horfa á litla mjóa stelpu í of stórri peysu og bónus buxum hoppandi á eftir einhverju bandi eins og fáviti..

Annað bögg, er búin að vera að leita að einni ákveðinni bók sem mig hefur vantað - þið vitið fyrir skólann jájá. Og í dag keyrði ég út um allan bæ í strætó til að finna bók sem var hvergi til nema í mjóddinni. Og mjóddin er bara já eins og fyrir utan svefnherbergisgluggann.
Mamma sniðuga sagði náttúrulega málshátt þegar ég sagði henni frá þessu: “Oft er farið yfir lækinn til að sækja vatn” eða eitthvað. Það var allavega yfir - vatn og lækur í þessu.

Vona að þið sorparar verðið ekki of leiðinleg við mig og mitt bull. Annars er Ungoliat eða Ofurkindinni að mæta. Ætla að leyfa mér að segja það.

Góða nótt og takk fyrir..
eitthvað af þessu er satt..
meirihlutinn af þessu með fánana er satt.. þó að það hafi nú ekki sést á gamla fólkinu að þau hefðu eitthvað verið að missa sig :)

~bollasúpa