já já já ég veit það eru allir orðnir þreyttir á þessum múmínálfum, en eftir að ég hef sagt frá minni reynslu af múmínálfunum skal ég ekki minnast á þá í 100 ár….
Ég skulda múmínálfunum vonda æsku þættirnir voru skemmtilegir og alltaf gaman að horfa á þá, en einn örlagaríkan dag, þegar að ég mætti fyrsta daginn minn í nýjan leikskóla í kársnesinu þá hef ég ekki þolað múmín álfana.
Það voru nokkrir krakkar sem bjuggu í grennd við mig sem ég sat alltaf hliðiná í hádeigismatnum og við krakkarnir nýbúin að vera úti og allir kaldir og blautir,
Ég var með smá kvef í mér og varð eldrauð á nefinu við það að fara út, í hádegismatnum var mér svo strítt og mér líkt við skrímslið (sem ég man ekki nafnið á) sem var alltaf með rautt nef:(
Bad times, bad times…….