Dónaskapur í verslunum! Jæja, veit ekki alveg hvort þetta sé grein eða ekki, en ég ætla að segja ykkur frá því hvernig það er að vinna í verslun!

Jæja, ég vinn semsagt í verslun, góð búð og skemmtilegt fólk sem vinnur með mér, en dónaskapurinn í kúnnunum getur stundum gert mann brjálaðan.
Og ég er ekki bara að tala um gagnvart afgreiðslufólki heldur líka gagnvart öðrum kúnnum.

Jæja, um daginn langaði mig að kýla einn mann sem kemur oft að versla hjá mér. Hann er svo dónalegur, hreytir í mann orðunum og ég veit ekki hvað!

Ég var að afgreiða gamla og krúttlega konu *já, krúttlega…svona ömmuleg* og hún er að telja klinkið sitt til þess að borga þetta slétt.
Og þessi maður er eitthvað tautandi þarna og svo segir hann frekar hátt, eins og leiðinlegur frekur 14 ára undlingur: Ertu ekki að djóka í mér, á þetta að taka allann daginn?!?!

Konan var nýbúin að opna budduna!!!
Mig langaði að kýla hann í smettið!
Annars vildi ég nú bara lýsa gremju minni á svona fólki! ÞOLINMÆÐI!!!

HaHa og svo annað sem er nú reyndar ekki dónaskapur en þetta er…..spes!
Það er ein eldri kona sem kaupir rúmlega 4-7 flöskur (svona litlar flöskur) af kardimommudropum á dag! og ef þeir eru ekki til kaupir hún vanilludropa eða sítrónudropa….ekki góð lykt af henni heldur….. +(

Að öðru: Ég skýrði iPodinn minn iTink1
Can you belive it? :O

Takk fyrir mig ;) ~Tinkerbell69~

P.S. þetta er fyrsta greinin mína á /sorp :D
"All we have to decide is what we do with the time that is given to us"