Þetta sumarfrí dæmi er ekki alveg að virka hjá mér.
Sumarfrí eiga að vera skemmtilegur hang-out tími með vinum þínum right?

Well foreldrar vina minna ákváðu allir að það væri nú ógó sniðugt ef ekkert okkar væri heima í sumar.

Þannig að ein er út á landi, ein er í USA og Bretlandi og sú þriðja er í USA og síðan eru nátturulega svona back up vinir sem þú hittir kannski einu sinni í mánuði en nei þeir eru allir busy í vinnuni.

Svo hér ætla ég að búa til pínu dagatal yfir hluti sem ég ætla að gera þannig til að skólinn byrjar

3.Agúst= Horfa á sjónvarpið, Læra dagsskrána utanað
4= Ágúst= Panta tíma í plokkun
5.Ágúst= telja geisladiskina mína og raða þeim upp frá þeim elsta til yngsta.
6.Ágúst= Ákveða í hvaða fötum ég ætla á fyrsta skóladaginn
7.Ágúst= Mæta í plokkun
8.Ágúst= Tölvudagur
9.Ágúst= Blocka alla perrana sem fengu msnið mitt 8.ágúst.
10.Ágúst= Fara og heimsækja back-up vinina í vinnuna
11.Ágúst= panta tíma í klippingu
12.Ágúst= komast að því hvaða strætó ég kem til með að taka í skólan í haust.
13.Ágúst= Setja heimsmet í kókómjólkurdrykkju
14.Ágúst= Hringja í alla vini mína
15.Ágúst= Litlu Þýsku frændur mínir koma til að gista heima hjá mér alla næstu viku
16.Ágúst= Túristaferð um Reykjavík a la wonderwall(Komið verður við í Dogma, pulsuvagninum og öðrum menningarstöðum)
17.Ágúst= Kaupa fullt af metal diskum til að hræða frænku mína(sem á frændur mína sem eru í meira lagi ofverndaðir))
18.Ágúst= Skyndibitastaðir hér komum við.(Frændur mínir hafa einu sinni fengið McDonalds um ævina og þeir eru 14 og 11)
19.Ágúst= Fara til tannlæknis til að fá teygjur
20.Ágúst= Fara í klippingu
21. Ágúst= út í ísbúð
22.Ágúst= Loksins loksins skólinn setur.


Þetta verða skemmtilegir 19 dagar er það ekki?
Ég er ekki að dissa þig… Hálfviti!