Hver haldið þið að hafi haft fyrir því að keyra alla leið til Grundarfjarðar á fótboltaleik?

Ekki ég, því ég er ekki með bílpróf. Bílstjórinn hafði það annars vegar og skutlaði liðinu og þjálfaranum þangað og svo til baka aftur.

Kannski eru fótboltaleikir hjá 3. flokk kvenna ekki merkilegir og því síður vel-sóttir en mér finnst það nú algjört lágmark að dómarinn fylgist með.

Hann sá aldrei þegar það var hendi.

Ekki að nefna peysutog.

Og hitt liðið var iðið við hvot tveggja, þá sérstaklega peysutogið. Við erum ekki að tala um nein lúmsk peysutog þegar maðurinn [tja, eða kvensan] var alveg upp við mann. Bara verið að teygja sig og tosa.

Og í eitt af þessum skiptum er ein bláklædda veran sem var inná vellinumm af óþekktum ástæðum togaði í mína yndisfögru, gulu treygju þá datt ég.

Ekki það að hún hafi togað harkalega en ég var bara fylgja flæðinu [ja, og kannski næla sér í auka].

En það voru fleiri en ég sem að hugsuðu hratt á neyðarstundum og haldið þið ekki að bláklædda veran hafi SEST ofan á mig.

Kannski var það meira svona að hún “datt” um mig og ætlaði að hafa af okkur ástkæran aukann! En henni varð ekki kápan úr því klæðinu þar sem að ég er “dettari” að atvinnu og það er eitt af mínum miðnöfnum. Þess fyrir utan að hún braut af sér með peysutoginu en ekki ég með því að vera ónothæfur sófi.

Þó að dómari vor hafi ekki verið eftirtektasamasti dómarinn sem stigið hefur á þessari jörð, þá er erfitt að láta það framhjá sér fara þegar að tveir leikmenn, báðir í litum sem sjást langar leiðir, alla leið til tunglsins, detta um hvorn annan.

Ekki það, okkar lið braut líka af sér þó að það væri ekki í jafn-miklum mæli og aðeins á neyðarstundum.

Til dæmis þegar ónefndur Grundfirðingur sem hefur ánægju af boltasparki var kominn í hættulegt færi og vís til alls, líka að koma boltanum í markið, þá ákvað ég að grípa í taumana.

Ég tæklaði hana. En það voru fleiri gulklæddir apar sem hugsuðu á svipuðum nótum. Þessvegna fékk hún tvær algjörlega óðar stúlkukindur á móti sér áður en hún vissi af. Báðar rennitækluðu. Ég aftan frá, en hin frá hlið.

Þar sem dómarinn var bara í sinni venjulegu sunnudagsgöngu á þessu indæla miðvikidagskvöldi dæmdi hann náttúrulega ekkert á þetta.

En ekki er öll viðleysan eins. Eftir að hafa tapað með aðeins tveggja marka mun gáfu Grundfirðingar okkur prins&kók. Nema hvað kókið bragðaðist svolítið eins og appalsínusvali. Og umbúðirnar báru einnig svip appelsínusvalaferna. Furðulegt nokk.

Svo má bæta við að við eignuðumst vin í ferðinni. Sem var þó að erlendum uppruna kominn. Ofvaxinn snigill, sem að Frakkar hefðu ekki fúlsað við til átu.

En svona til gamans má geta þess að leikir okkar hafa farið á eftirfarandi hátt:
1. Þróttur-Skallagrímur 7-3
2. Skallagrímur- Grundafjörður 6-3
3. Stjarnan- Skallagrímur 15-1
4. Skallagrímur- Þróttur 10-1
5. Grundarfjörður- Skallagrímur 6-4

Nú, og miðað við það að okkur hefur alltaf gengið betur á útivelli er hægt að láta sér hlakka til heimaleiksins á móti Stjörnunni.

Með von um að þessi lestur verði ykkur til yndisauka,
TinnaKristin.