Já, titillinn… ákvað að stela nafni af hljómsveit og útfæra það í mína eigin þágu. Ég er frumlegur =}

Ég leita enn að tilgangi fyrir þetta. Næstum alltaf þegar ég skrifa þráð á sorpið, þá bara fer allt sem ég var búinn að plana að skrifa út úr hausnum mínum. Bara piffedí púmm skrens íík! Ef þú skilur mig. Sem, tjah, þú gerir væntanlega ekki, ég set þetta ekki mjög vel fram…

Ástæðan fyrir þessum þræði er samt einföld, ég var að uploada myndum á internetið. Picturetrail síðuna sem ég er með, nánar tiltekið. Þetta eru engar venjulegar myndir, ónei! Myndir af samkundu þakka þér fyrir! Eða, þakkamér fyrir, ég tók þær, égá myndavélina, ég minnkaði þær, seivaði þær, setti þær á netið, skrifaði þennan þráð til að tilkynna ykkur þetta… Svei mér þá, ég er hörkuduglegur marr! Jæja, ég er kannski kominn út fyrir efnið. Gerist pínu oft með mig, vandamál með mig eða kostur? Ég skal ekki skera úr um það.
En jæja, hér eru myndirnar, 26 að tölu, fallegar, næstum allar teknar af mér. Þessar sem ég tók ekki, tók hugarinn AllaWhite, þegar hún í brjálæðiskasti reif af mér myndavélina á Burger King, og fór að taka myndir af öllum og öllu. Brjáluð manneskja! ;}
Þess má geta að á myndunum sést hvað það var gott veður þennan dag, um leið og ég labbaði út birti yfir öllu, og um leið og ég kom í Kópavog birti yfir bænum. Tilviljun? Já, veðrið er skrýtið á Íslandi, ekki spurning.

Jæja, samt langar mig að gera könnun, bara smá svona. Hvenær ætti næsta samkunda að vera? Núna um helgina? Næstu? Þarnæstu? Hvenær komist þið? Og annað, hvort ætti hún að vera að kvöldi eða um dag, hvar ætti hún að vera, o.sv.frv. Svariði endilega litlu makkarónur, I know you want to ;o



Meira var það ekki í bili, verið þið sæl *röddin í “nýjasta tækni og vísindi” gaurnum* Ég sakna þáttarins “nýjasta tækni og vísindi”, ég horfði oft á hann. Richter gaurinn er snilld.