Nú vil ég að allir svari þessum korki með það í Huga að segja frá einu kjánapriki eða prakkarastriki sem þeir hafa gert.

Ég ætla að segja frá einu kjánapriki sem ég gerði en það var þegar ég bjó í gamla húsinu mínu og það var nokkuð hátt til lofts í einu herberginu. Ég var með svona slímkall og fleygði honum beint uppí loftið og hann festist þar. Þá leit ég upp og sá hann hanga þar og fór að hlæja, nokkuð sem ég hefði ekki átt að gera því að skyndilega datt slímkallinn úr loftinu og ég hlæjandi og þá væntanlega með opinn munninn og slímkallinn fór rakleiðis inní munninn á mér og NEI hann bragðaðist ekki vel =)

ÉG man ekki hvað ég var gamall en alla vegana undir 10 ára held ég.

Jæja!….hvað eruð þið að hangsa!?…svarið! :D
You slime