Kæru Samsorparar.
Kaea kveður í bili.

Ástæða kveðjunar er ókunn en sögusagnir herma að hún ætli að fljúga til Noregs og dvelja þar til þanns 18. júlí.
Tilgangur fararinnar er að hitta systur sína og börn hennar.
Hún mun að öllum líkindum dvelja í Bergen, borg rigningarinnar.
Þar mun hún hafa takmarkaðan tölvuaðgang og mun því ekki geta sorpast sem áður fyrr.

Að lokum vill Kaea biðja sorpara að haga sér vel og koma ekki öllu í upplausn á meðan hún er í burtu þar sem henni þykir óþægilegt að koma af fjöllum á meðan eitthvað stórfenglegt hefur gerst hér á sorpinu.. Sem virðist alltaf gerast þegar hún fer frá tölvunni.

Hún þakkar lesturinn, og biður fólk um að skemmta sér á klakanum á meðan.

Kveðja,
Katrín Emma, ritari Kaeu.
Deyr fé, deyja frændur,