Jæja þá,

Fyrsta samkundan sem ég fór á var í Kringlunni og hef á verið sjaldan eins feiminn. Talaði mest við Regí (Regihelviskur), Alla (AlexanderReynir) og síðast en ekki síst Hákon (Kmobo) Við fórum uppí Grafarvog og fórum í Nóatún. Þar var okkur hent út.Síðan fór ég heim.

Önnur samkundan sem ég fór á hófst á Hlemmi, get ég stoltur sagst hafa talað MIKIÐ við Regíi og þegar allir komu fórum við Laugarveginn. Held að það hafi verið Leifur (Worldwide) eða Benni (Meaniac) sem keyptu bolta. Síðan fórum við í fótbollta sem ég stóð mig með prýði í. Síðan var haldið í Fellaíbúðina og horft á Euro-vision en ég slóst samt ei í hópinn þar.

Þriðja samkundan er ég fór á var sú besta, Við hittumst í Essó ártúnshöfða.Þegar borðað var stóðu yfir 2.valmöguleikar. Ég fékk mér Burger King ásammt fleirum. Aðrir fengu sér Subway. Ég talaði og talaði. Atli( Vansi) lá á mér í strætó, Hvílík lífsreynsla. Síðan var haldið í heimabæ minn SELJAHVERFIÐ. Þetta er eina samkundan þar sem ég hef verið allann tímann.

Ég hvet ykkur til að setja ykkar Samkunduyfirlit hingað.
Kveð að sinni.