Um daginn var samkunda. Nánar tiltekið þann 20. maí. Þá hittust nokkrir vaskir sorparar á inni aðalstrætisvagnastöð höfuðborgarinnar, Hlemmi. Þaðan skunduðu þau um bæinn, fóru m.a. í fótbolta, og eftir það lá leiðin upp í hið fagra Breiðholt, að horfa á Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem var haldin þennan dag. Finnar unnu þar með yfirburðum.

Þennan dag hafði ungur lítill drengur að nafni Atli með sér myndavél, og tók nokkrar myndir. Myndir þessar eru nú komnar á netið. Slóðin á þær er http://www.picturetrail.com/gallery/view?p=999&gid=10596754&uid=4779321 . Enjoy ^_^


P.s. Veit einhver hvernig ég get minnkað fullt af myndum í einu sjálfkrafa? Það er svaka þreytandi að minnka hverja og eina í Paint, tekur of mikinn tíma >_