Hellóww.. Mig langaði bara að segja góðu fréttirnar þeim sem hafa ekki heyrt þær enþá.. En ég var búin að tilkinna um daginn að ég yrði að yfirgefa ykkur í sumar…

En hin yndislega fyrrum stjúpsystir mín, hún Dísa reddaði málunum… Þegar ég kom í sveitina á sunnudagskvöldið síðasta var nefnilega komin helvíti fín fartölva uppi á lofti.. Ótrúlegt ekki satt? Eftir að hafa fagnað þessum fréttum þá áhvað ég að hringja í símann og fá uppgefið innhringinets númerið… þ.e. 5300100 ef ég man rétt, keyso, innhringinet er dasl en það er samt net ekki satt? og það þýðir að ég verð eitthvað á netinu í sumar! Þ.e.a.s. Ég mun ekki yfirgefa ykkur! Múhahaha!! Þið losnið aldrei við mig! hehe.. Sry smá svefngalsi.. *reyni að hrista þetta af mér*…

En ég bara nenni ekki að enda korkinn hérna… hef ekkert betra að gera svo ég ætla að fjalla smá um vinnufíkn! Hefiði lent í því að verða húkt á vinnunni ykkar? Þola ekki frídaga, kaffitíma og allar aðrar smápásur frá vinnu.. Allavega þá er ég orðin nokkuð húkt á vinnunni minni núna.. Oki ég þoli nú alveg smá pásur en vil samt bara halda áfram að vinna.. Kannski er málið bara að ég vinn með kúbein… Hmmm… Hvað haldiði þá að ég vinni við? Nei ég er ekki að brjótast inn.. ég vinn í sveit muniði ;Þ

Ég er nefnilega atvinnu girðingafantur! Vinn við að eiðileggja girðingar… En núna er ég komin í 2 daga leyfi komin í heimsókn heim í Ólafsvík.. og núna einn dagur og ég er að verða brjáluð á að hafa ekkert að gera… Eftir að hafa ráfað í aðgerðaleysi heilann dag, er ég orðin uppiskroppa með lesefni og þar sem ég hef ekkert haft að gera þá er ég ekkert þreytt, vesen.. En nóg um það..

Hafiði smakkað brasilískann mat? Ég var nefnilega að rifja upp að fyrir ári þá var ég mjög mikill gikkur.. ég át varla neitt.. Hvorki kjúkling né pasta, ótrúlegt en satt! En svo flutti ég til pabba, og stjúpmamma mín hún Andrea talar bara portúgölsku og.. tja.. mér var ekki kennt hvernig ég gæti neitað mat á portúgölsku svo ég varð bara að gera svo vel að éta matinn.. og í dag ét ég fullt af hlutum sem ég át ekki áður þó með tímanum hafi maður lært að bjarga sér á portugues ;Þ Brasilískur matur eða matur eldaður af brasilísku fólki er bara svo ofboðslega góður… Pasta og hrísgrjón eins og þær (Stjúpmamma og litla stjúpsystir mín) elda það er eitthvað sem ég gæti hreinlega lifað á.. Enda er það orðið að meðlæti með öllum mat heima.. *smjatt, smjatt* Allavega mæli ég eindregið með brasilísku fólki það kann að elda..

Hehe.. vá ég var að lesa þetta yfir.. Þetta er orðið nokkuð langt svo svona að lokum..

Stjúpsystir, stjúpmamma og fyrrum stjúpsystir, er þetta að verða ruglingslegt? Já.. fjölskyldan mín er orðin svoldið flókin.. En lang erfiðast finnst fólki að skilja hvernig fyrrum stjúpsysturdóttir mín er skyld mér.. Skiljið þið þetta? Eru nokkuð allir farnir að sofa þó það séu fáir á msn?
-