Pff jú.. Ég alveg brjáluð núna. Okay kannski ekki alveg brjáluð.. en samt smá pirruð. Ég er búin að vera að læra og læra og læra og læra og læra og læra og læra(ég gæti haldið þessu endalaust áfram, það er geðveikt gaman að skrifa ‘og læra’ á lyklaborðið) alveg síðan á mánudeginum fyrir viku.
Svo er ég búin að vera geðveikt dugleg í allan dag að lesa sögu, sem er alls ekki auðvelt að lesa vegna óbugandi þreytu-áhrifa bókarinnar. En ég sneri á bókina og er búin að vera að gleypa nokkra cult-drykki í dag. Svo er ég komin á bls .200 og alveg hjartað barðist í brjósti mér(af gleði og líklegast þessum orkudrykkjum) því ég hélt að ég væri búin, ég var búin með bæði I og II-hluta og af einhverjum ástæðum hélt ég að það væri allt námsefnið.
En nei.. það er bara helmingurinn :) Ég er semsagt að fara að lesa 200 blaðsíður í viðbót núna og ég á eftir að læra undir annað próf sem er á morgun. How great is that? En á morgun eru samt seinustu tvö prófin mín, síðan.. Sumarfrí!

Þetta sumar verður geggjað.. Fæ bílpróf eftir svona.. 2-3 vikur og verð að vinna í 2 störfum, en samt bara til 4 á virkum dögum og aðra hverja helgi. Plús það að á virkum dögum er ég að vinna úti \o/ Svo eru útilegur og Þjóðhátíð og sjómannadagurinn og ég gæti haldið endalaust áfram.
Ég var nú með einhvern tilgang í huga þegar ég byrjaði að skrifa þennan kork en sá tilgangur hefur farið fyrir ofan garð og neðan þannig að ég bý bara til nýjan.
Á að fara eitthvað til útlanda í sumar, måske einhverja tónleika eða hvað? Og hverjir verða komnir með bílpróf í sumar? Og hverjir eru að fara í menntó í haust og í hvaða skóla eruði að spá í að fara? (veit margar spurningar.. get bara ekki stoppað þær, they are taking over O__o) \o/