já ég og nokkrir vinir mínir fórum í fótbolta í kvöld… ekkert að því en svo fórum við allir bara heim í sturtu og fórum svo og leigðum spólu/dvd og sá sem við ætluðum að vera hjá nennti ekki að koma með svo við hinir tókum The Devil's Rejects á dvd og Magga Mörgæs (Pingu) á spólu til að fíflast í honum, svo nennir hann ekki að fara í herbergið sitt og taka dvdspilarann þar og fara með hann upp… svo við endum á því að horfa á Magga Mörgæs og við vorum í hláturskasti ALLAN tímann :'D allir að finna Maggi Mörgæs 1 og horfa á þátt nr.2 (Magga fær hiksta) við hlógum svo mikið að foreldrar hans vöknuðu þótt herbergið væri hinumegin í húsinu og á neðri hæðinni :D