Já…
Við þurfum bara að koma með einn svona.
Það er svona nauðsyn, þið skiljið, eins og mjólk.

Ég var búin svona 10 mínútur í 11 með fyrsta samræmdapróf 10.bekkjar árið 2006. Það var prófað úr íslenskri stafsetningu, málfræði, lesskilningi og ritun.

Og ég er ánægð.
Og ég veit um eina villu.
Og hún er í stafsetningunni.
Og orðið var geysieinbeittan.
Og ég skrifaði geisieinbeitann.
Og ég veit ég er með fleiri villur.
Og ég veit ekki hverjar þær voru.
Og ritgerðarefnið var “Á að lesa fornsögur í grunnskólum?”
Og ég skrifaði að ég væri sammála því.
Og mér gekk vel.
Og nú spyr ég hvernig ykkur gekk?
-Tinna