Mig langar til að ræða við ykkur um blóðnasir.

Málið er að ég var að fara að laga gleraugun mín fyrir svona um kortéri og rakst í nefið á mér, þetta var eitthvað stórundarlegt. Niðurstaðan var að ég fékk blóðnasir. Bara svona útaf því… o_O Stress?
Allavega, ég hef ekki fengið blóðnasir í marga mánuði! Ég fæ voða sjaldan blóðnasir nú til dags.
Þegar ég var svona 8 ára og yngri og pabbi bjó annarstaðar þá fór ég til hans aðra hverja helgi. Og það brást ekki að hverja einustu helgi fékk ég blóðnasir þegar ég vaknaði, laugardagana og sunnudagana.
Spes.

Fáið þið oft/sjaldan/aldrei blóðnasir?
-Tinna