ÉG var í íslenskutíma í gær og við áttum að skrifa hvernig við héldum að fyrsta orðið hefði orðið til. Ég tók mig til og skrifaði eftirfarandi:

Einu sinni var hellisbúinn Grunt að veiða. Allt í einu sá hann risastórt sverðtígrisdýr sem öskraði hátt á hann og gerði sig líklegt til þess að stökkva á hann. Grunt varð þá svo skíthræddur að hann öskraði af öllum lífs og sálar kröftum. Þá varð hann voða hissa og staldraði aðeins við til þess að prófa þessi nýju hljóð sín. En það hefði hann ekki átt að gera, því sverðtígrisdýrið beið ekki boðanna heldur stökk á aumingja Grunt og át hann. Stuttu seinna kom það sama fyrir vin hans Grunts, Eeehhh. Hann sá stórt sverðtígrisdýr og öskraði hátt. En heili Eeehhhs var örlítið stærri en heili Grunts heitins hafði verið svo Eeehhh lamdi dýrið til dauða og fór með það heim og át það. Eftir átið ákvað Eeehhh að prufa sig aðeins áfram með óhljóðin sem hann hafði heyrt í sjálfum sér þegar hann stóð frammi fyrir sverðtígrinum. Að lokum heyrðist greinilegt orð hjá Eeehhh. Það var orðið Ausgang, en það þýðir útgangur á þýsku. Smám saman þróaðist tungumál Eeehhhs og hann kenndi ættbálknum sínum það. Þau kölluðu málið Grunt eftir hetjunni sem lét svo eftirminnilega lífið í þágu þróunar tungumálsins.
Svo hefndu sverðtígrisdýrin sín, drápu allan ættbálkinn og þróunin glataðist.
ENDIR

Eh? Þetta meikar ekkert allt sens, en ég meina, hú kers?
rofin aðeins ró