Mig langaði bara að deila því með ykkur að ég er á hækjum! Jebb, mínar yndislegu hækjur eru aftur komnar í notkun! Sem er gott útaf fyrir sig en slæmt svona fótlega séð! Að öðru…

Ég litla duglega stelpan, mér tókst að beygjla fótinn á mér allsvakalega í gær. Ég var að gera á trampólíni á æfingu og kom hlaupandi, hoppaði af öllu afli en tókst á einhvern hátt að snúa löppinni í loftinu áður en ég kom á trampólínið svo að ég hoppaði með löppina á hlið! Og nú get ég ekki labbað…:/ ;)

En þar sem ég er á móti því að hanga í fjóra tíma á slysó þá var ég bara heima með klakabúnt ofan á löppinni! Og tókst að finna hækjurnar mínar sem voru einmitt týndar! :D

Löppin mín bólgnaði allsvakalega, það var eins og það væri tennisbolti aukalega fastur við löppina á mér! Svolítið sérstakt..mér leið eins og flugu en bara með eitt auga…;)

Svo að í dag er ég bara búin að vera að auka hæfni mína á hækjum og er bara fjandi góð…:D

Ljós punktur…Ég var búin í skólanum kl. 11 því að ég þurfti ekki að fara í íþróttir! :D

Og svo fæ ég köku í kvöld, eða ég á víst að fara að baka…Ef þið sjáið einhverjar grunsamlegar kökur úti á götu í ártúnshverfinu…Látið þær vera!

Cho, Lille pigen med *hækjur á dönsku* ;)