Ójá! þið heyrðuð rétt….

Sko það var nú þannig, að ég ásamt félaga mínum (ónefndum) vorum að selja klósettpappír (fyrir þá sem ekki hafa prufað þessa ógurlegu athöfn, mæli ég eindregið með henni :)) og gekk jaaa… svona, svona… svo við ákvaðum að færa okkur á örlítið “snobbaðri” götu og byrjuðum að fara á milli húsanna í þessu nýfundna landi okkar. Þegar við svo komum upp að þessu einkennilega nýtískulega húsi… við sjáum nú engin lífsumerki í fljótu bragði svo við huxum (« muna þetta orð fólk… eins og má benda á var verslun eitt sinn skrifað með “Z”) okkur nú um hvort þetta hús sé þess virði… jújú mikið rétt, við ákvaðum að fara loks en eins og hinn almenni kani myndi segja “léttara sagt en gert” ( stundum sko!) en var raunin allt önnur… Þegar að húsinu var komið ætlaði félagi minn að hringja bjöllunni… ég sver það, við horfum á þetta stykki á það minnsta 5 mín áður en við sprungum úr hlátri, jú þetta var víst ipod fastur í veggnum með webcam fyrir toppstykki… Svona lífsreynslur fá mann til að hugsa hvað í ósköpunum framtíðin hefur upp á að bjóða og hvað í ósköpnum þeir finna upp á næst… kannske sorptunnu með þjófavarnakerfi, ég veit ekki!? í rauninni var þessi póstur skrifaður til að vekja fólk til umhugsunar um hversu heimskulegir hlutir líta út þegar þeir koma fyrst fram á sviðsljósið… Einnig er hægt að deila með restinni af okkur ýmsum sögum… um þegar gaurinn var eitthvað skrítinn af þvi að hann talaði í snúrulausann síma… jaa… pfft… já framtíðin….
Alias: Der Führer