Þegar ég tala um samkundur, er ég að sjálfsögðu að tala um það þegar sorparar hittast skipulagt á laugardögum, þið kannist við þetta ehh?

Tjah, ég er nú smá óánægður með hvernig þetta er orðið, það er eiginlega ekkert gaman, eina sem er gert að við etum, förum í strætó, og förum í bíó eða eitthvað þannig, thats all. Maður getur hvenær sem er farið í bíó, af hverju ekki að hafa eitthvað sérstakt á samkundum, eitthvað svona sem maður myndi ekkert gera venjulega með vinunum?

Mér fannst gaman þegar við vorum með upptökuvél, tókum upp myndbönd, vorum með falda myndavél, það er gaman, mér finnst að við ættum að gera meira af því. Reyndar, þá hef ég nú ekki ennþá séð myndbandið sem við tókum upp þarna, og ætli við munum nokkurn tímann sjá þetta? Þetta var samt gaman, það var stemning, jibbí =}

Það er gaman að flippa eitthvað, flippa í fólki, bara leika okkur, ekki alltaf FESTast í sama farinu, heldur bara gera eitthvað sem maður myndi ekki gera vanalega. Það er t.d. ekkert gaman að því að hanga í Kringlunni í 4 klukkutíma….

Jæja, hafið þið einhverjar hugmyndir til að gera samkundurnar skemmtilegri, því þetta er gaman að sjá fólkið sem maður talar við á netinu, en minna gaman þegar maður er ekki að gera neitt spes…