..úr pirringi O___o

Jeminn, hef ekki verið svona pirruð langalengi, en núna er ég það pirruð að ef ég sæi einhverja manneskju sem mér líkar illa við væri ég farin að murka úr henni líftóruna með mörgum misfallegum aðferðum.

Þetta byrjaði allt í morgun.. Klukkan mín hringdi og ég stóð upp og ætlaði að slökkva á henni(þarf að geyma klukkuna mína á skrifborðinu mínu sem er í hinum enda herbergisins) þegar ég rann á einhverju blaði og skall í gólfið. Great.
Eftir þetta fall skreiddist ég aftur upp í rúm og ætlaði aðeins að hvíla mig en fattaði þá að ég gleymdi að slökkva á klukkunni(sem var farin að verða dulítið pirrandi). Ég reis upp og skall með hausinn í hillu sem er fyrir ofan rúmið mitt.. Æði :]

Þegar ég var búin að ná mér eftir þetta fór ég bara og klæddi mig og svona í rólegheitum og skundaði svo út á strætóstoppistöð. Ég var nú búin að heyra af þessum breytingum sem átti að gera en ég var búin að tékka á straeto.is og það virtist ekki vera búið að breyta neinu, þannig að ég var bara róleg. Tek það fram að þessi strætó er aldrei seinn, frekar of fljótur. Nú.. strætó á að koma klukkan 28 mín. yfir en ég var mætt þarna um 25 mín, yfir. Svo beið ég.. og ég beið. Ég beið líka aðeins lengur og beið meira. Klukkan kortér í var mér hætt að lítast á blikuna þannig að ég hringdi í vinkonu mína, ætlaði að biðja hana um að tékka á straeto.is gá hvort það væri eitthvað komið núna. Hún svaraði ekki. Ég hringdi þá í múttu, hún svaraði ekki heldur.

Langar að taka það fram að það var drullukalt, fjárans vindur og bara leiðindaveður. Ég nennti alls ekki að standa þarna lengur(klukkan var orðin 10 mín. í) þannig að ég hringdi í vin minn og ætlaði að biðja hann um að pikka mig upp. En surprise, surpise, hann svaraði ekki. Til að bæta gráu ofan á svart(í orðsins fyllstu merkingu..) þá fékk ég risastórt sandský í augun. Þannig að ég rölti bara heim.. eftir hálftíma bið.

Svo að, núna sit ég, með verk í bakinu(eftir að detta), hausverk, sand í augunum, kvefið mitt búið að versna um helming og ég er farin að hósta. Svo var ég að tékka á straeto.is og þá sé ég að það er bara búið að taka mín strætóleið úr kerfinu :] Yay.. Samt er önnur leið sem ég gæti tekið, en þar þarf ég að taka tvo strætóa og þetta tekur 45 mínútur. 45 mínútur, að komast úr Hafnarfirði inn í Garðabæ. Ég er ekki að djóka en ég gæti labbað þetta fram og til baka á styttri tíma(ef ég nennti..).

Vá gott að losa sig við þetta.. Anyways, er nokkuð viss um að ég hringi mig veika í skólann, held að ég sé hættuleg umhverfinu svona pirruð.
go on just say it.. you need me like a bad habit.