jahh eg veit að það var strákur buinn að gera etta og eg svaraði honum með betra svari og langaði bara að setja það her svo fleyri fá að sjá :)

Hugtakið “Shotgun” vísar til fremra farþegasætis í bifreið. Að “kalla Shotgun” er það að krefjast stöðu í framsæti farþega fyrir sjálfan sig. Þar sem þetta sæti er það eftirsóttasta þegar ekið er um í bíl, hefur eftirfarandi listi af reglum verið settur saman til að tryggja að Shotgun getur verið fengið á sanngjarnan og réttsýnan hátt af hvaða farþega sem er.

Sagan

Sagan um Shotgun fer aftur til tíma hestvagna Villta vestursins. Á ferðum yfir slétturnar var vagnstjórinn upptekinn við það að halda í taumana og einblína á aksturinn. Þetta setti hann og farþegana í ákveðnar skorður hvað varðar árásir bandíta og þjófa. Til að forðast þessar grimmilegu aðstæður varð það nauðsynlegt fyrir einn farþega að sitja við hlið vagnstjóra með haglabyssu og bægja frá óvinum. Vörn gegn bandítum er hins vegar ekki lengur tilgangur Shotgun, en það hefur þróast inn í nútíma öku-siði sem tíðkast í nánast öllum bílferðum yfir Ameríku og jafnvel eiminn. Vegna augljósrar þróunnar sem hefur nú þegar hent Shotgun, biðjum við þig um að hugsa um Shotgun sem lifandi heild og vera vakandi gagnvart breytingum til batnaðar í samfélaginu.

Reglurnar

Meðfylgjandi reglur hafa komið til í gegnum mörg ár af könnunum á siðum Shotgun og eru hannaðar með hliðsjón af hugmyndum um sanngirni gagnvart öllum. Listin er jafnframt fullkomnasti og yfirgripsmesti listi sem til er um reglur fyrir Shotgun í dag.

Þú verður að segja orðið “Shotgun”

Þú verður að segja orðið “Shotgun” til að geta fengið rétt þinn á Shotgun. Þetta verður að vera borið fram skýrt og nógu hátt til að a.m.k. einn annar farþegi farartækisins geti heyrt í þér. Engar breytingar á orðinu eru samþykktar. Eftir að þú hefur fengið Shotgun hefur þú samstundis fengið réttindi á Shotgun fyrir komandi bílferð. Hvað sem öðru líður, ef enginn heyrir þig kalla “Shotgun” er leikurinn enn í gangi.

Verkið verður að vera klárað áður en hægt er að kalla “Shotgun”

Til að þessar reglur virki almennilega, er frumskilyrði að þú skiljir og samþykkir hugtakið “verk”. “Shotgun” má aðeins vera kallað eftir að verkinu er lokið. Í stuttu máli, verkið er athöfn eða hlutur sem þarfnast ferðar í bíl. Verkið getur verið hvað sem er frá heimsókn í vinahús og verslunarferð í verslanamiðstöð, til heimsóknar í Miklagljúfur. Ekki er hægt að leggja áherslu á hversu mikilvægt þetta er vegna þess að þetta býr til Shotgun-ramma, sem tryggir að allir hafi jafnan rétt til að kalla Shotgun. Það er enginn glæpur verri en að kalla Shotgun á mánudegi tilvísandi tónleikaferð á föstudegi. Sumir kjósa að spila Shotgun þannig, og þeir eru bjánar.

Þú verður að vera úti til að kalla Shotgun

Besta leiðin til að ákvarða af nákvæmni hvenær verkið er búið er að skilgreina þetta augnablik sem tímann sem farið er út úr húsinu sem að verkið fór fram í. Ekki þurfa allir að vera komnir út, en einhver verður að heyra þig kalla Shotgun. Sumir kjósa að nota aðra útgáfu af þessari reglu sem krefst þess að allir verði að vera komnir út áður en hægt er að kalla Shotgun. Þetta virkar ekki, heldur leiðir til þess að allir kalla Shotgun í einu og það getur leitt til andlegs ofbeldis.

Berfætisreglan

Þar sem þú verður að vera utanhúss til að mega kalla Shotgun, taka sumir skóna sína, hoppa út, og kalla Shotgun áður en þeir fara í skóna sína. Þetta er ekki leyfilegt og verður fólk því að vera í skónum sínum, ef það kýs að klæðast skóbúnaði, til að mega kalla Shotgun.

Endurkomureglan

Ef þú kallar Shotgun og ferð síðan aftur inn í hús af einhverri ástæðu verður þú að kalla Shotgun aftur þegar þegar þú kemur aftur út. Eftir að þú hefur farið inn er Shotgun möguleiki fyrir alla.

Þegar verkið er utanhúss

Ef að verkið er utanhúss, sem það oft gerir, skal ákveða um hvenær verkinu skuli lokið til að hægt sé að kalla Shotgun. Allar stærri deilur um lok verks, sem og allt ósamræmi, getur auðveldlega verið lagað með einföldum Skæri, Steinn, Blað.

Sjónlínureglan

Þegar upp kemur að verkið er hike eða annað víðtækt utanhúss verkefni má ekki kalla Shotgun fyrr en farartækið er í sjónlínu. Þessi regla er einungis þörf þegar farþegar hafa verið utanhúss í lengri tíma og hafa farið lengri vegalengdir frá farartækinu.

Hönd-á-hurð

Ekki er hægt að kalla Shotgun eftir að hönd einhvers heldur í hurðarhún við umrætt sæti. Þetta undirstrikar rétt hans á Shotgun og að kalla Shotgun þegar þetta hefur verið gert er algjör óþarfi. Þetta er eitt atriði þegar manneskja þarf ekki að kalla Shotgun til að fá sætið. Þessi regla er til þess að þú þurfir ekki að hafa einhvern annan til þess að vita að þú eigir réttinn á sætinu, þar sem venjulega þyrfti að vera einhver annar til að vita að þú eigir réttinn.

Sestur

Ef þú nærð að setjast í Shotgun-sætið áður en nokkur annar kallar Shotgun heldur þú réttinum þó svo að einhver annar kalli Shotgun eftir að þú settist. Þessi regla svipar til Hönd-á-hurð reglunnar, þar sem þú þarft ekki að kalla Shotgun eða einhver annar að vera nálægt til að vita að þú eigir réttinn.

Gálginn

Þessi regla gildir þegar þú hefur kallað Shotgun og varst að bíða eftir aflæsingu hurða. Ef þú lyftir handfanginu á meðan á aflæsingu stendur og þar með veldur því að hurðin er áfram læst, ertu ógildur þátttakandi í Shotgun í þeirri ferð. Á þessari stundu er Shotgun laus fyrir alla aðra farþega.

Bílskýli

Ef þú ferð inn í bílskúr sem er tengt húsinu án þess að þurfa að fara út máttu kalla Shotgun um leið og þú kemur inn í skýlið. Þetta gildir aðeins um litla áfasta bílskúra. Fjöldabílskýli og óáfastir bílskúrar eru ávallt taldir sem utanhúss, jafnvel þó þeir séu neðanjarðar.

Margir bílar

Við þær aðstæður að hópur fólks ferðast í fleiri en einum bíl, verður þú að skilgreina hvaða bíl þú kallar Shotgun fyrir. Dæmi: Ef tveir bílstjórar heita “Jón” og “Sölvi”, verður að segja “Shotgun Jón” og “Shotgun Sölvi”, eftir því við hvorn bílinn er átt.

Shotgun-fráhvarf

Ef rétthafi Shotgun yfirgefur farartækið til að vinna verk verður Shotgun laust fyrir farþega í öðrum sætum. Þegar Shotgun er laust verður að kalla Shotgun á undan hinum farþegunum. Oft er ósamræmi í því hvenær Shotgun er laust. Nokkrar tilraunir hafa verið gerðar til að bersýnilega ákvarða þennan tímapunkt, en ennþá er engin skýr regla um þetta sem gildir um þetta atriði. Af þessari ástæðu er Skæri, Steinn, Blað auðveldasta leiðin til að ákvarða hver hefur réttinn á Shotgun. Undantekning á reglunni er þegar Shotgun-rétthafi yfirgefur sætið til að vinna verk fyrir bílstjórann, t.d. fylla á bensín og kaupa pepsí, heldur hann réttinum á Shotgun.

Önnur sæti

Þegar einhver hefur kallað Shotgun má kalla Shotgun á hin lægra settu sætin með sömu reglum og fyrir Shotgun. Dæmi: hægt er að segja “afturí-hægri” eða “afturí-miðja”. Að auki má neita sætum með t.d. “ekki afturí-miðja”, sem getur sett þig í öll önnur sæti en miðjusætið aftur í.

Eftirlegukind

Ef þú kýst að vera eftir í farartækinu á meðan aðrir farðþegar vinna sín verk hefur þú fullan rétt á Shotgun. Oft kemur það fyrir að ekki þurfa allir að fara inn til að vinna smærri verk. Þó er hægt að misnota þetta þegar einhver vill bíða í farartækinu í lengri tíma til þess eins að ná réttinum á Shotgun. Þessi tegund af fólki er kallað “Shotgun gláparar”.

Shotgun gláparar

Gláparar eru fólk sem girnast Shotgun meira en venjulegt fólk. Þetta fólk breytir venjulegri hegðun til að ná Shotgun. Þeir gera þetta löglega, eins og t.d. með því að spretta út úr húsi, og þar með geta ekki verið ógiltir. Kosturinn við að vera glápari er auðvitað sá að þú færð alltaf Shotgun. Samt sem áður er litið með vanþóknun á þetta fólk.

Ógilding

Þegar Shotgun regla er brotin, eins og þær eru hér fyrir ofan, getur viðkomandi verið ógiltur fyrir réttinum um Shotgun í þeirri ferð. Ógilding virkar sjálfkrafa ef þú kallar Shotgun innanhúss, eða ert ekki í skónum þínum þegar þú kallar Shotgun, eða þú sýnir einhverja aðra blygðunarlausa lítilsvirðingu gegn reglum Shotgun. Við minniháttar brot á reglum gildir ógilding aðeins um næstu ferð, eftir hana hefur viðkomandi fullan rétt á Shotgun eins og allir aðrir. Þegar einhver hefur verið ógiltur hafa hinir farþegarnir rétt á að kalla Shotgun samkvæmt reglum.

Ósamræmi

Ef til ósamræmis kemur, sem skeður oft, varðandi hver hefur rétt á Shotgun, er oftast gripið til Skæri, Steinn, Blað. Oft gerist þetta eftir að tveir aðilar kalla Shotgun á sama tíma. Athugasemd varðandi ósamræmi: Margir nota “Bílstjórinn ræður” regluna sem segir að bílstjórinn ráði ef upp kemur ósamræmi. “Bílstjórinn ræður” reglan segir líka að bílstjórinn geti haft lokaáhrif um hver fær Shotgun. Þessi útgáfa af reglunni er mjög huglæg, og stríðir gegn tilgangnum með að kalla Shotgun. Skæri, Steinn, Blað er miklu sanngjarnari leið til að ráða fram úr ósamræmi.

Nýjar reglur

Vegna þess að Shotgun er lifandi vera og stöðugt í breytingu, þarf stöðugt að semja nýjar reglur. Allir hópar eru velkomnir til að útfæra sínar eigin reglur ef tilefni gefur til. Ný regla verður of til við stærri vandamál. Mikilvægt er að muna að nýjar reglur taka ekki gildi fyrr en í næstu ferð.

Undantekningar

Þó svo að Shotgun-reglurnar hafi verið samdar með sanngirni í huga koma oft upp aðstæður þar sem undantekningar verða að vera gerðar.

Sérstakir aðrir

Þetta er mikilvægasta undantekningin. Ef sérstakur annar (SA) er með í för og þessi persóna er SA eða hugsanlega SA bílstjórans fær viðkomandi sjálfkrafa rétt á Shotgun.

Fjöldaköll

Það er sjaldgæf undantekning að fleiri en ein persóna hefur löglega rétt á Shotgun. Þetta skeður t.d. þegar tveir eða fleiri hópar af fólki hittast hjá farartæki, og í báðum/öllum hópunum er einhver sem hefur réttinn á Shotgun. Ef ekki er hægt að skera úr um hvor/hver kallaði Shotgun fyrst, er eina sanngjarna leiðin að útkljá deilurnar með Skæri, Steinn, Blað.

Eigandi/ökumaður skipting

Ef einhver annar en eigandi ekur bíl og eigandinn er farþegi fær eigandinn sjálfkrafa réttinn á Shotgun. Þegar við á sýnir þessi regla eiganda bílsins virðingu.

Lengri ferðir

Reglurnar hér fyrir ofan hafa verið hannaðar fyrir styttri ferðir (undir einni klukkustund). Fyrir lengri ferðir er betra að nota ekki þessar reglur, því hvatningin til að vera Glápari er of mikið
(\_/)