jæja þá er komið að því, þessu sem allir fagna og kvíða, því að á þessum sérstöku atburðum sér fólk hvort það geti lifað út mánuðinn, það er rétt ég er að tala um hin miklu mánaðarmót sem allir dýrka og hræðast(aðallega fólk sem þarf að borga reikninga) en nóg um það, nú standa algerar hreingerningar yfir, á meðan kærastan liggur uppi í rúmmi og skipar mér fyrir set ég í vélina barnaföt, gardínur og rúmföt, skrúbba ég veggi gólf og loft, nei ég er bara að grínast, ég bara drulla mér í vinnuna :D:D:D:D:D og segi henni að þrífa ef hún vill að það sé þrifið, síðan þegar ég kem heim reyni ég samt alltaf að gera eitthvað.
Ég vaknaði í nótt upp við það að ég hélt á bangsa og var að virða hann fyrir mér, vissi ekki hvað þetta var, fluffy dæmi eitthvað, fanst þetta voða skrýtið eitthvað, síðan var hann rifinn af mér og mér skipað að fara að sofa.

jæja pæling dagsins, hafiði ætlað að ekki gera eitthvað og munið ekki hvað það var og síðan farið að gera eitthvað og áttað ykkur á því eftir á að þetta var akkurat það sem þið ætluðuð ekki að gera og verið ógeðslega fúl út í sjálf ?

ég man ekki, það var eitthvað sem ég ætlaði að skrifa í viðbót en bara það eða hey jú nú man ég, hvað eru foreldrar ykkar gamlir og hvað eigiði marga ?
stjórnandi frá fornöld kubbur#2950