Í dag eða nótt lést stelpa í bílslysi, sú önnur á 2 vikum. Önnur var 90 módel, hin 86. Ætti þetta ekki að vekja fólk aðeins til umhugsunar? Af því að þetta virðist ekki gera það.
Var á leiðinni heim úr skólanum og það var einhver ungur maður sem svínaði allsvakalega fyrir okkur, og brunaði svo áfram eins og ekkert hefði í skorist. Fyrr í dag sá ég konu keyra aftan á gamla konu(sem var í bíl O_o) og sumt fólk virðist bara ekkert taka tillit til eins né neins.
Og látið mig nú ekki byrja á strætóbílstjórum..
Var semsagt í strætó í morgun, nýbúin að hlusta á fréttirnar um slysið og þá fer bílstjórinn í spyrnu við einhver Vogabæjarvörubíl O_o Keyrði um á brjáluðum hraða og var ekkert að hægja á sér í beygjum.. Nú hljóma ég pottþétt eins og gömul kelling en mér finnst að það ættu að vera belti í strætóum. Enginn sammála? Oh well.. bíðið bara þangað til ég verð fyrsti kven-forsætisráðherra Íslands, you'll see, you'll all see..
go on just say it.. you need me like a bad habit.