Hafið þið farið í svona tryggingarfélag í skoðunarferð? Það er mega gaman,eða svona, kannski smá leiðinlegt fyrst, en þegar maður fær að fara í veltibílinn og fá fullt af gjöfum þá fer að verða fjör!

Ég var áðan í Sjóvá, rétt hjá B&L (sem frændi minn kallar bull & lygi því hann er bitur því afi hans var rekinn þaðan), semsagt í Hálsunum í Rvk.Áhugaverð ferð mjög.

Rúta var tekin frá skólanum niðureftir, og er þangað var komið var farið inn og við fengum fræðslu. Ég kosmt að því að fólk getur lent í bílslysi, shocking! Mér fannst hann líka vera að auglýsa fyrirtækið dálítið mikið, eins og “já, þau voru með fjölskyldutryggingu hjá Sjóvá og fengu allt bætt” “bíllinn var borgaður út og allir voru sáttir”, það hefði ekki komið mér á óvart þó að hann hefði komið með tryggingaverðlista þarna í endann! Ég fékk þó svala, namm ^^

Svo var *trommtrommtromm* VELTIBÍLLINN! Þið hugsið eflaust “ojj, hvað hann er á eftir, allir hafa prófað veltibílinn, smábarnatæki!”, og ég viðurkenni það, ég hef aldrei áður prófað hann.
Auðvitað sat ég í bílstjórasætinu í veltibílnum, hvað annað? I'm the maniac! Þessi bíll er eins og tívolítæki, megafjör að sitja í honum.Ég var að stýra, og hélt alveg ró minni þegar við fórum á hvolf, gaf þá bara allt í botn og hækkaði í græjunum og svona, kósí. Eða,, reyndar ekki. Ég er skræfa, ég hrópaði smá, svo sagði ég víí þegar ég vandist veltingnum.
Þessi veltibíll er hættulegur, nú langar mig að velta í alvörunni. Ég vona að minn innri adrenalínfíkill grípi ekki um stýrið hjá fólkinu sem er að keyra í bílnum sem ég er í, það gæti reynst hættulegt. Niður með veltibílinn.

Og þá er komið að besta partinum,, ég fékk ÓKEYPIS DÓT!!! Fyrst TVÆR tjónaskýrlsur, ekki eina heldur TVÆR, síðan reglustiku, hörð og góð, sniðug til að verja sig, og til að tromma á hausinn minn, eins og s+ást í rútunni á leiðinni til baka, 5 held ég að tromma á hann með reglustiku, þ.á m. ég sjálfur. Gaman gaman! Og fallegt hljóð líka =}
Jæja, við fengum meira! Lyklakippu úr leðri, gasalega flotta! Nema náttúrulega hringurinn er ekki úr leðri, heldur málmi. Það er örugglega best að hafa það þannig. Einnig fékk ég hið stórskemmtilega endurskinsmerkissmelluband, æi þú veist, maður lemur því á höndina og það smellist utan um, ég elska svona! Hitt mitt var ónýtt, svo að þetta er mjög gott að eiga.
Á leiðinni út fór ég að spegúlera, hvað heitir endurskinsmerki á ensku? Ég fann það út! Ducksshiningmark! Endurnar all over again, þær hafa platað ykkur feitt!

Fyrirgefið hvað þessi þráður varð blogglegur, en hey, hvað er að því? Ég veit ég á bloggsíðu, ég bara bloggaði á hana í gær og vil ekki hafa mörg í röð skiljiði?
*leggst niður og bið vægðar* Ekki drepa mig, PLÍÍÍÍÍSS! Ég skal syngja fyrir ykkur =}

Kveðja Alti, sem er nú reynslunni og hlutunum ríkari!