Já.
Ég ætlaði að baka.
Vinkona mín átti afmæli í gær og ég og vinkona okkar ætluðum að baka fyrir hana en það var ekki tími í gær þannig að ég var sett í það í dag.
Fann uppskrift á uppskriftir.is og fór bara í að blanda saman og gera fínt. Deigið var gott og ég var komin í bökunarstuð.
Setti deigið í mót, reyndar setti ég aaðeins of mikið af smjörlíki í formið, og skellti því inn í ofn. Í uppskriftinni stendur að maður eigi að hafa þetta inn í 30-35 mínútur og eftir svona 10 mínútur þá ætlaði ég að tjékka á henni, opnaði ofninn og PÚFF! REYKUR!
Sem betur fer var opið út á svalir og allir gluggar þannig að reykjskynjarinn fór ekki í gang… en kakan er mögulega ónýt =(

Reyndar er miðjan fín, hún litur ágætlega út en ef ég sker allt þetta brennda í burtu þá er kakan minni en A4 blað.

Ég er VandræðaBakarameistari dagsins.

“OH ÉG ER SVO VITLAUS! >_< … Ég fann þessa uppskrift á uppskriftir.is og gerði bara það sem st´óð og var að fatta NÚNA að það var hægt að velja fyrir hvað marga kakan á að vera! >_<”
… *copy paste af MSN* … ARGH! Ég er svo vitlauuus! ég gerði allt allt of lítið deig! fannst þetta líka eitthvað þunnt og skrítið.

Greyið Kristín fær bara litla köku =(