Já mig hefur lengi langað til að vera með svona “pæling dagsins” dálk þar sem ég pæli svona í hlutina og deili pælingum mínum með ykkur lesendunum. Sjálf hef ég mjög gaman af því að pæla í hinum ýmsu hlutum og er vægast sagt þekkt fyrir þessar útpælingar mínar.

En jæja þá skulum við vinda okkur í pælingu dagsins:

Eru ísbirnir líka fólk?

Ísbirnir eru birnir en ekki manneskjur en kemur það í veg fyrir að þeir séu fólk? Þótt þeir séu stærri en við og með klær og búi á norðupólnum þá eru þeir ekkert verri en við hin.
Tökum t.d. hina frægu ísbirni í Coca Cola auglýsingunum. Þeir geta talað saman og opnað kók og drukkið það með ísbjarnabörnunum sínum og horft á flugelda.
Hvað gerum við hin hérna í siðmenntuninni á gamlárskvöld? Jú akkúrat við opnum kók (eða kók light ef við erum á megrunarkúr) og horfum á flugeldana springa og oftar en ekki eru börnin okkar góðu við hlið vora.
Því pæli ég; eru íbirnir ekki líka fólk ef þeir hegða sér eins og fólk?? Eða eigum við að dæma þá eftir útlitinu og steríótýpum af íbjörnum??

Pælið aðeins í þessu ;)

Ég kem svo með nýja og ferska pælingu á morgun, en þangað til ADIOS!