Öskudagur gengur senn í garð, og hvað er þjóðlegra en að fara í búninga og fá nammi ókeypis? Fátt.
En, því miður hættir fólk að nota búninga á öskudegi þegar það kemur í unglingadeild, finnst það “halló” eða “barnalegt”, en ég meina, hvað er að því að gera þetta einn dag á ári? Reyndar hef ég ekki verið með neinn síðastliðin ár, en ætla að bæta úr því n úna, stefni að því að verða súpermann :D

En annars, ég er með tvær hugmyndir að búning, fyrir þá sem langar að búa til eitthvað en vita ekkert hvað á að vera:

Hóra/súludansmær: (aðeins fyrir stúlkur) Fundin eru kynþokkafull undirföt, kannski gegnsær kjóll yfir eða whatever. Ekki mikið af fötum allaveganna, þetta er svona innibúningur. Mikið meik öpp, strengur til að krækja í peningum, og bara allt gert til að sýna fegurð kvenlíkamans.

iPod maðurinn: http://homepage.mac.com/colinbaxter/ipod/ Síða með dúkkulísu iPodum, þetta er prentað út, og límt og brotið saman eins og sýnt er. Best að prenta út svona min. 8 stykki, helst fleiri, þetta er flottast ef þetta verður eins og iPod jólatré. Jæja, bara hvítt lak eða svartur ruslapoki sett yfir manneskjuna, og pappírs iPodunum krækt í. Einnig mega vera nokkrir glærir vasar á búningnum (gert með plastvösum), og þar fara ekta iPodar, sem fengnir eru lánaðir. Svo er einn aðal áberandi, ykkar eigin í flestum tilfellum, sem þið eruð að hlusta á. Til að toppa búninginn má líma myndir af iPodum á húfuna eða búninginn sjálfann, og kannski einn á andlitið.
Það góða við þennan búning er að þetta er útibúningur, maður getur verið í hverju sem er innan undir.


Ég vona að þessar hugmyndir muni nýtast einhverjum, gangi ykkur vel.