víí ég er komin aftur frá akureyri =D
það var alveg fínt nema ég lenti í 6 tíma töf.. þvílíkri ókyrrð og læti (flugum)
ók.. ég er ekki flughrædd en ég er með innilokunarkennd.. það þurfti að draga fyrir alla glugga því að helmingurinn af stelpunum voru flughræddar og vildu ekki horfa út.. ímyndið ykkur að vera í flugvél fullri af 56 stelpum.. öskrandi úr sér sálina og biðja bænir :/ *hrrrooollur*

Allavega… á föstudaginn flugum við til Akureyrar og allt í fína með það.. við þurftum að bíða upp í KA heimili í nokkra tíma þannig að við ákváðum að fara niðrá Glerártorg.. Við byrjuðum á að spyrja einn strák en hann labbaði bara framhjá okkur :O síðan spurðum við gamlan karl en það skildist ekki orð sem hann sagði :/ síðan spurðum við konu og hún sagði okkur hvert við ættum að fara.. een sumar vildu ekki trúa okkur þannig að við spurðum aðra líka.. þegar við vorum komnar frekar langt sáum við þetta ekki :O Þannig að við spurðum einhvern gaur og hann bara bennti og sagði “þarna” og þá var það beint fyrir framan okkur :') Síðan kepptum við leik á móti Fjölni og við unnum 12-8..
um kveldið fengum við síðan óætilega hamborgara..:/

Á laugardaginn vöknuðum við klukkann sjö og byrjuðum að keppa.. við unnum KA 21-2 :') það var léttur leikur ;D síðan kepptum við á móti Gróttu og töpupum 7-9.. og svo á móti Gróttu2 og töpuðum aftur 16-11..:/
Síðan fórum við í sturtu og niðrí skóla og vorum þar í einhverji rólu og tala við einhverja stráka.. síðan þurftum við að skipta um föt og fórum inn og rákum þá fram á gang een þá horfðu þeir í gegnum einhverja glugga uppi :O een okkur tókst þetta að lokum :P svo áður en þeir fóru skrifðu þeir á miða, sem er fyrir utan herbergið til að merkja það HK, HK (stóð fyrir)…. eru flottar ^^ *mooont* ;) og svo sögðum við draugasögur og fórum að sofa..:P

á sunnudaginn vöknuðum við hálfsjö pökkuðum við niður og fórum niðrí höll og kepptum á móti HK1 og unnum þær 10-4 ^^ Eftir þann leik var okkur sagt að við ættum að keppa við ÍR um 5 sæti en töpuðum honum 10-6 :/ svoo fórum við í sturtu og löbbuðum niðrí KA heimili og létum okkur leiðast :/ áttum að taka flug hálffjögur en okkur var sagt að því hafði verið frestað til 5.. svo við horfðum á Simpsons.. klukkann fimm var okkur sagt að flugið yrði 7 svo við horfðum á leikinn… klukkann sjö var okkur sagt að flugið væri hálf níu :O Maturinn hafði klárast klukkann fjögur og við vorum allar að deyja úr hungri :/ svoo að HK splæsti á einhvera pítsur á Greifanum.. Eftir það fórum við á völlinn og okkur var sagt að fluginu hafði verið frestað til hálf tíu :O :/
Klukkann hálftíu fór flugvélin loks í loftið með 56 flughræddar, ælandi og öskrandi stelpur um borð og flugið á að taka 35 mín en tók 55 mín :/
Versta flug sem ég hef farið í :/

Þess má geta að við fengum ekkert að éta nema grillað brauð, ógeðslegan svala, banana, epli appelsínur og eina jógúrtdollu á mann :/ ég er komin með ógeð fyrir þessu öllu :(

Var einhver svo duglegur að lesa þetta?? :O
vá hvað það er gott að vera komin heim aftur =)

Staða samtals:
HK - Fjölnir = 12-8
HK - KA = 21-2
HK - Grótta = 7-9
HK - Grótta2 = 16- 11
HK - HK1 = 10-4
HK - ÍR = 6-10
6 sætið :/
Deyr fé, deyja frændur,