Ok ég er ekki í þessum pæliklúbb en samt pæli ég mikið…mjög mikið!

Ég var bara að pæla, um 'hljóð'

Hljóð, öll könnumst við við hljóð. Tónlist, náttúruhljóð, óhljóð, og já, það eru til mörg hljóð.

En ef að hljóð er hljóð - hvað er þá óhljóð?

Er óhljóð ýskur, og hljóð sem maður verður pirraður á, fær hausverk af?

Eða er óhljóð þögn? Ó-hljóð…

Ef að óhljóð er ýskur og það allt - þá er óhljóð hljóð.

En hljóð þarf samt ekki að vera óhljóð. Oneinei.

Svo spyr maður sig? Hvað flokkast undir óhljóð.

Þá er ég búinn að sanna það að óhljóð = hljóð.

You can call me Dr.Pæl