Fangi nr. 74 ég er fangi, á hverjum degi vakna ég í fangelsi. margir koma og fara. en ég er fangi hér að eilífu, ég hef aldrei gert neitt af mér.

ég er fangi þar sem ekki er farið illa með mig, ég þarf að taka töflurnar mínar og hugsa hvernig ég endaði hér. ég er liggjandi alla daga.

ég er með krabbamein, og það er ólæknanlegt. ég ligg hér á spítalanum og bíð dauðadags míns. hér læknast fólk hversdagslega. en ég…. ég mun ekki læknast.

ég heiti rúnar stefánsson, 25 ára, ég á kött sem ég kalla hnoðra, ég hef reykt alveg síðan ég var 13 ára gamall, svo virðist að lungun mín þoldu þetta ekki mikið lengur.

Í gær kom gat á vinstra lungað. en svona hlutir eru orðnir hversdagslegir hjá mér, ætli endir minn sé ekki að koma. ég get allavega ekki beðið þó að hitta foreldra mína í himnaríki.

en samt lít ég á björtu hliðina alltaf. td. fer ég oft í ævintýri hugans. og linda, hj´kkan sem sér vanalega um mig hún er svo indæl.

nú er ég orðinn þreyttur…mjög þreyttur…..

píp…..píp…..píp…pppppíííííííppppp

en hvar er ég nú….. halló!…. er einhver þarna.

*maður og kona ganga að honum*
“hver er þetta.. er ég en á spítalanum”
*þau eru komin nær honum*
“pabbi….mamma”



ps. ég ætla að vona að þetta bætir fyrir hina söguna(sem ég ætla ekki að gera framhald af vegna þess að ég fékk svo neikvæð álit)
njótið vel og ekki reykja.
Fólk er alltaf fólk sama hverju það klæðist og hvernig það lifir.