Það er gaman að segja frá því að ég var fyrir einni og hálfri klst. að koma af tónleikum, eða öllu heldur tónsmíðikeppni, Demó.
Þar spilaði ég hörku þétt Funk lag sem átti víst sæti efst á verðlauna pallinum en fyrir þrjósku tveggja dómara af þremur sætti ég mig við Psychedelic Sýruviðurkenningu. Sem þarf alls ekki að vera svo slæmt…
Einar Bárða og Ragnheiður Gröndal held ég að séu ekki fólk sem fílar alvöru Soul/Funk og því var það sjálfur stuðmaðurinn Jakob Frímann sem kom mér og mínu bandi að með því að skálda á staðnum sérstaka viðurkenningu, sem sagt Psychedelic Sýruviðurkenningu, sem hann veitt okkur með handabandi.

Hér er brot textanns sem er eitt nýjasta snilldarverk mitt.

Oh, don’ let the sun set
don’ let the sun set on me-
(ó beiheibí)?
The pressure would be too high
And I don’t wanna say goodbye
Oh baby, the sun must always shine–
———-High over me
I see it in the way you stare
The kisses make me aware
Oh baby, that you do care
———–For me

Þess má einnig geta að staða mín í þessu bandi var á bassa sem tilkom vegna “shortest straw” dráttar, við erum 3 gítarleikarar.

Góða nótt
ASS