Vá, var að kíkja á gamla korka á sorpinu sem ég á eftir að lesa, frá því ég yfirgaf sorpið í nokkra daga, og vá, margir korkar… Reyndar, þá fann ég tvo áhugaverða linka í þessari ferð minni: Sorplag Dabba1337 og Mizzeeh í kjól. Mér fundust þetta áhugaverðir linkar.

En já, veit e-r hvað ég á að gera við skáphurðina mína? Hún stendur bara upp við vegginn, alein og yfirgefin frá hinum hlutunum af skápnum.
Ástæða: Ég skrúfaði hana af.
Ástæða fyrir afskrúfun: Síðan ég fékk þetta herbergi hefur hurðin aldrei verið fullkomlega föst á, fyrri íbúar hér hafa ekkert farið vel með skápinn, svei sé þeim. Svo á minnir mig gamlársdag var ég að leita í skápnum að fötum til að vera í, en gat ekki opnað hann upp á gátt, hann fór alltaf aðeins til baka. Þá snappaði ég og hrinti hurðinni aftur með valdi, og þá brotnaði ein lömin frá skápnum. Þá var bara ein löm sem var föst við bæði hurðina og skápinn, og það var einmitt sú efsta. Það var erfitt að opna skápinn þannig, svo að ég skrúfaði efstu lömina af. Og nú er ekki hægt að loka hilluhlutanum af skápnum, bömmer…
Það er ekki hægt að skrúfa hurðina á, því festingarnar í hliðinni á skápnum eru þær sem brotnuðu, þ.e. skrúfgötin. Mig langar í nýjan skáp…

Skólinn. Morgun klukkan 9:50. Ég hlakka ekki til. Mig langar til útlanda, ekki í skólann. Bömmer.

Jæja, sofutími er komin, ég er vansi, takk fyrir lesturinn *sof*