Númer eitt.

Ég hata að pakka. Það er svo innilega leiðinlegt að pakka! Ég er að leggja af stað um 10-11 leytið á morgun og ég á eftir að pakka.
Ég HATA AÐ PAKKA.
Stefnan er tekin á Akranes og Reykjavík og ég verð víst að hafa með mér aukaföt. Svo ég fari ekki útí að ég á eftir að skrifa mér diska til að taka með.
Og pakka.

Númer tvö
… Sem kemur mér að öðru.
Jú sí, ég gæti verið í reykjavík þegar næsta samkoma/kunda er en ég er alveg óheyrilega feimin og þekki svo fáa hér. Þori ég?