Einu sinni voru tvær maltflöskur. Þær áttu heima í 10:11. Einn daginn þegar maltflöskurnar voru að spjalla saman á hillunni kom kona og tók aðra flöskunna.


Þá varð hin flaskan lonly. Hún var ein á hillunni í marga daga. Síðan kom heill kassi af maltflöskum og þá átti maltflaskan fullt af vinum. Hún var alltaf glöð en síðan kom karl og tók maltflöskunna og setti hana í körfuna með ógeðslega pirrandi sprite-i. Hún fór í fýlu.

En síðan um kvöldið,þá drakk karlinn allt maltið úr maltflöskunni. Þá var hún alveg tóm greyið.
Karlinn setti maltflöskunna í skápinn undir vaskinum þar sem voru fullt af tómum flöskum og sumar voru maltflöskur.
Eftir marga mánuði kom karlinn og opnaði skápinn og setti allar flöskurnar í svartan ruslapoka.
Það var dimmt í ruslapokanum og greyið maltflaskan var myrkfælin. Hún var svo hrædd í dimma ruslapokanum.

Karlinn hendi ruslapokanum inní geymslu og þá brottnuðu sumar glerflöskurnar en maltflaskan brottnaði ekki.

En hún endaði síðan líf sitt í endurvinnslunni.


ENDIR
Maybe this world is another planet's hell.