Skólinn minn er illur! Það þarf að gera eitthvað í þessu! Þetta er ástæðan:

Það má sko ekki vera með kók á skólalóðinni og ég kom með kók inn í skóla eftir löngu frímínuturnar en bara til að ná í sunddótið mitt og aftur út en þá sagði kennari “Hugi! þú mátt þetta ekki” Og ég man ekki nákvæmlega hvað ég sagði en boðskapurinn var að ég myndi þá bara fara með það út og var meira að segja á leiðinni út en hún sagði bara “Nei!” Og tók það og ætlaði eitthvað að geyma inni á kennarastofu og mér tóxt að láta hana samþykkja að hella því ekki niður.
Svo ætla ég að ná í kókið mitt í hádeginu en nei, búið að henda því! Urr!